
GBK Markþjálfun

BLUEPRINT
Blueprint markþjálfun er fyrir þig sem ert tilbúin að breyta lífsmynstri þínu og skapa langtímabreytingu í lífi þínu. Þig sem ert tilbúin að fjárfesta tíma og orku í sjálfri þér til að upplifa meiri gleði og sátt í daglegu lífi. Blueprint er tilvalið fyrir þig sem langar að fara í gegnum ítarlegt persónulegt þroskaferli og langar að verða betri í að taka eftir og treysta innsæinu.
Vilt geta verið heima eða hvar sem er og vera laus við tímann sem tekur að fara á milli staða.
Blueprint er ein sinnar tegundar hér á landi og hér færðu tækifæri til að vekja og auka getu þína til að fá aðgang að innri visku og sjálfsþekkingu. Þú færð stuðning í að skilgreina velgengni og hamingju á þínum eigin forsendum.
Að hlusta og taka ákvarðanir með hjartanu. Þér lærist að nota sársauka og breytingar sem hvata að betra lífi. Að fara inn í myrkrið til að upplifa ljósið, finna fjársjóðinn og vinna að því að verða heil manneskja.
Enginn kemst á ólympíuleikana án þjálfara!
​
Við þurfum öll stuðning. Öll þurfum við einhvern sem getur aðstoðað okkur við að taka eftir því sem við sjáum ekki og brjótast í gegnum hindranir sem okkur hefur ekki tekist að komast yfir.

Hvernig virkar markþjálfunarferlið?
Á 12 vikum vinnur þú með áherslu á sjálfa þig og takmarkandi viðhorf þín. Þú vinnur ítarlega með það sem þú hefur sagt sjálfri þér um hver þú ert og hvað þú getur verið, náð og gert í lífinu. Á sama tíma vinnur þú í átt að manneskjunni sem þú þráir að vera og á endanum sérðu þig í nýju kraftmiklu ljósi. Þér verður leiðbeint í gegnum skuggana sem standa á milli þín og þíns ekta ótrúlega sjálfs! Þetta er sjaldgæf og öflug þjálfun sem afhjúpar sýn sálar þinnar um hver þú ert!

Verð
​
12 vikulegir 70-90 mín. tímar í síma eða á Zoom hvar sem er í heiminum.
Að auki færðu tækifæri til dagbókar og sjálfsmeðferðar í hverri viku sem og 1 tími í eftirfylgni.
​
Verð: 89.000,- kr. Alls 18 tíma þjálfun.
Aðeins 5.000,- kr. hver tími
​
20 mínútna kynning þar sem þú getur fengið tilfinningu fyrir því hvernig það er að vera þjálfuð með þessum hætti.
​
Verð 2.500,- kr. Dregst frá heildarupphæð þjálfunar.
​