
GBK Markþjálfun
Markþjálfunin
Á næstu 12 vikum vinnur þú með áherslu á sjálfa þig og takmarkandi viðhorf þín. Þú vinnur ítarlega með öllu því sem þú hefur sagt sjálfri þér um hver þú ert, hvað þú getur verið, náð og gert í lífinu.
Á sama tíma vinnur þú í átt að manneskjunni sem þú þráir að vera og munt á endanum sjá þig í nýju kraftmiklu ljósi. Þér verður leiðbeint í gegnum skuggana sem standa á milli þín og þíns ekta ótrúlega sjálfs. Þetta er sjaldgæf og öflug þjálfun sem mun afhjúpa sýn sálar þinnar um hver þú ert.

Þú munt læra að:
• Þekkja undirliggjandi viðhorf sem grafa undan árangri þínum
• Brjótast úr fjötrum fortíðar
• Búa til aðgerðaáætlun sem skilar þér lífi sem þú þráir
• Efla sjálfstraust og hugrekki og verða óstöðvandi
- Efla persónulegan styrk
- Efla innra jafnvægi og sátt í daglegu lífi
- Sleppa hömlum og sársaukafullum hugsunum frá fortíðinni
- Læra að hlusta á sjálfa þig og bregðast við þínum innstu þörfum
- Verða meðvituð og ná markmiðum
Markþjálfunin er umbreytingarferli. Þú munt læra að hlusta, heyra og síðan bregðast við óskum hjarta þíns. Þú hefur þegar svör við
þessum spurningum, þú þarft einfaldlega réttan stuðning og leiðbeiningar til að afhjúpa þær. Ferðin mun skapa dýpri og innihaldsríkari sambönd á öllum
sviðum lífsins og síðast en ekki síst, mun kenna þér hvernig grípa á til aðgerða í átt að lífi sem þig hefur dreymt um.
Þjálfunin er ekki eins og hefðbundin markþjálfun þar sem við sitjum saman og eigum samtal. Með þessari tegund þjálfunar vinnur þú mikinn tíma „inni í sjálfri þér“ – í þínum leiðandi heimi – með lokuð augun, þar sem þú ert þjálfuð í að tengjast krafti þínum með sjónrænum æfingum. Mörg okkar eru sérfræðingar í því að vera í höfðinu á okkur þar sem við „reiknum það út“ en erum alveg óvön að finna fyrir því sem við þurfum að gera í grundvallaratriðum. Í þjálfuninni vinnur þú að því sem er réttast fyrir þig. Í hverjum tíma verður þér leiðbeint í gegnum öflugar sjónrænar æfingar, þar sem þú munt öðlast þessa sýn. Þegar þú vinnur með umbreytingu „í þínum heimi“ færðu tækifæri til að sjá þig í nýju ljósi,
vinna með eigin innri trú og ekki síst opna dyr að nýjum möguleikum, þar sem þú endurheimtir persónulegan styrk þinn, ráðvendni og sjálfsálit.
Eftir þjálfunina muntu:
Geta séð sögu þína og fortíð þína sem styrk þinn
Upplifað frelsið, kraftinn og öryggið sem fylgir því að hafa aðgang að innri visku þinni
Hafa sett og ná ákveðnu og vel skilgreindu markmiði
Hafa meira traust á eigin hæfni og betri tilfinningu fyrir sjálfri þér