top of page

BluePrint

Debbie Ford var stofnandi Ford Institute for Integrative Coaching við John F. Kennedy háskólann. Hún var með gráðu í sálfræði með áherslu á meðvitundarannsóknir frá sama háskóla. Debbie var alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur á sviði persónulegra umbreytinga og á sviði rannsókna og samþættingu skugga mannsins í nútíma sálfræðilegum og andlegum vinnubrögðum.

Árið 2001 hlaut hún JFKU Alumni of the Year verðlaunin fyrir einstakt framlag sitt til sálfræði og andlegs eðlis. Hún hlaut heiðursdoktorspróf frá Emerson háskóla árið 2003 og árið 2004 hlaut hún heiðursdoktorspróf frá John F. Kennedy háskólanum.

Debbie Ford kenndi ásamt m.a. Deepak Chopra og Neale Donald Walsch, og var vinsæll gestur í sjónvarpsþáttum eins og Oprah, Good Morning America og Larry King Live. Hún var með sinn eigin vikulega útvarpsþátt á HayHouseRadio.com

Hún var metsöluhöfundur 9 bóka New York Times. Debbie lést úr krabbameini 17. febrúar 2013.

Þjálfun Debbie Ford

Þjálfun Debbie Ford snýst um að afhjúpa, samþykkja og samþætta skuggana í okkur – Þá hluta okkar sem við höldum falda eða eru í undirmeðvitund okkar.

Þessir hlutar halda okkur föstum og koma í veg fyrir breytingar. „lækningin“ byrjar þegar við erum reiðubúin að vera heiðarleg við okkur sjálf svo að við getum viðurkennt og sleppt sjálfseyðandi mynstrum sem aftra okkur frá því að lifa lífinu til fulls.

Carl Jung kallaði það "vendipunkt lífsins" (tímamót í lífinu) þegar við upplifum skyndilega þrá eftir einhverju öðru eða meira. Við getum líka fundið fyrir tómleika eða merkingarleysi. Eitt er víst; skugginn bankar. Ólifað lif þitt mun vekja athygli þína. Þú getur annað hvort horft framhjá þessu, vonað að tilfinningin hverfi af sjálfu sér. Eða þú getur horft inn á við og skoðað með einlægri forvitni, hvað felur sig undir yfirborðinu. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast sjálfri sér betur á miklu dýpri hátt. 

GBK Markþjálfun

©2024 by litlaauglýsingastofan. 

bottom of page